Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. október 2024 12:07 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir atburðarrásina í aðdraganda fyrirhugaðs brottflutnings Yasans Tamini og fjölskyldu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira