„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira