„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira