Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 20:00 Farið var yfir klæðaburð Björns Skúlasonar forsetamanns, hneigingu Höllu Tómasdóttur forseta og umdeilda enskunotkun hennar í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum. Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum.
Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33
Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01
Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36