Skýrist á mánudag hvort læknar fari í verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 17:24 Mikael Smári Mikaelsson yfirlæknir á bráðamóttöku er formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Samsett Næsta mánudag liggur fyrir hvort læknar muni grípa til aðgerða í kjaraviðræðum sínum. Læknar hafa verið samningslausnir frá mars og í viðræðum frá því um áramót. Samninganefndir funda næsta mánudag og telur félagið að eftir þann fund muni skýrast hvort samningar náist eða hvort félagið muni grípa til aðgerða. Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Í pósti til félagsmanna, sem fréttastofa hefur undir höndum og var sendur í gær, kemur fram að frá 20. september hafi verið stöðugar viðræður í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar sem sé ein af helstu kröfum samninganefnarinnar. Læknar séu, auk lyfjafræðinga, eina stétt heilbrigðisstarfsfólks sem ekki hafi náð henni fram. Í póstinum kemur fram að undirhópur samninganefndar vinni að því að búa til líkan sem gerir samninganefnd betur kleift að átta sig á áhrifum hennar á vinnutíma og laun. „Forsenda styttingar vinnuvikunnar er að enginn lækki í launum vegna innleiðingar hennar, sem er sama forsenda og gefin var við styttinguna hjá öllum öðrum stéttum sem hana hafa þegar fengið,“ segir í póstinum. Líkan um styttinguna skoðað í gær Þá kemur fram að í gær hafi samninganefndir beggja aðila fundað og skoðað líkanið. „Ýmislegt bendir til að samningsaðilar séu í mörgu sammála um það með hvaða hætti vinnuvikan verði stytt þó ekki sé búið að ganga þar frá öllum nauðsynlegum endum,“ segir í póstinum. Þá kemur fram að á fundinum hafi samninganefnd lækna einnig farið yfir önnur atriði í kröfugerð lækna eins og að hækka grunnlaun lækna, fá greiðslur fyrir símtöl á gæsluvöktum og að viðurkennt verði að vinna á gæsluvöktum án þess að til útkalls komi sé virk vinna. Þá telur samninganefndin nauðsynlegt að minnka óhóflega vinnu lækna og tryggja læknum greiðslur þegar ekki reynist unnt að draga úr vinnuálaginu. Þá segir að á áhersluslita samninganefndar séu fleiri atriði eins og greiðsla fyrir vaktir sem þarf að taka með litlum fyrirvara. „Samninganefnd LÍ hefur lítil viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins varðandi þessi áhersluatriði. Engin frekari viðbrögð við þeim komu fram á fundinum í morgun,“ segir enn fremur en að niðurstaða fundarins hafi þó verið sú að nefndirnar muni hittast aftur næsta mánudag, þann 14. október. Allur sá dagur verið notaður til að knýja fram afstöðu samninganefndar ríkisins gagnvart öðrum þeim atriðum sem samninganefnd LÍ vill ná fram. Samninganefndin ekki bjartsýn Á fundinum muni fást úr því skorið hvort þau komist að samkomulagi. Ípóstinum segir jafnframt að samninganefndin hafi áður sagt að hún sé ekki bjartsýn á að kjarasamningur með megin áhersluatriðum LÍ náist án aðgerða. Fundurinn á mánudaginn sé því, að mati samninganefndar LÍ, ákveðinn úrslitafundur hvað þetta varðar. „Samninganefnd LÍ telur að loknum þeim fundi muni endanlega skýrast hvert þessi kjaradeila LÍ og ríkisins sé að stefna, í átt að kjarasamningi eða í verkfallsaðgerðir til að knýja fram kröfur lækna,“ segir að lokum og að félagsmenn muni eftir fundinn fá fréttir af stöðunni. Verkfall ekki markmið en gæti komið til þess Rætt var við formann samninganefndar Læknafélagsins, Mikael Smári Mikaelsson, um kjaradeiluna í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er haft eftir honum að það nálgist ögurstund í kjaraviðræðum. Þar sagði hann hug í læknum hvað varðar aðgerðir. Það væri á þeim mikið álag með tilheyrandi þreytu og kulnunareinkennum. Mannekla væri mikið áhyggjuefni. „Verkfall er ekki markmið í þessari kjaradeilu, en ef ekki næst fram það sem við teljum þurfa, þá kann að þurfa að koma til þess. Við vonum þó að okkur takist með ríkinu að lenda þessu farsællega, fyrst og fremst fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og læknaþjónustuna í landinu,“ sagði Mikael Smári í samtali við Læknablaðið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira