Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:01 Heimir Hallgrímsson sposkur á svip á æfingu írska landsliðsins í Helsinki í gær. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira