Ísland í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 21:26 Frá fundi Mannréttindaráðsins í febrúar. Ísland hefur þriggja ára setu í ráðinu í byrjun næsta árs. Getty/Hannes P. Albert Ísland var í dag kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd á allsherjarþinginu í New York en nítján ríki voru í framboði fyrir átján sæti í mannréttindaráðinu. Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja en þetta er í annað sinn sem Ísland fær sæti í ráðinu. Alls sitja 47 ríki í ráðinu en næsta kjörtímabil hefst í byrjun árs 2025 og lýkur í lok árs 2027. „Mikil ábyrgð felst í því að taka sæti í mannréttindaráðinu sem hefur það helsta markmið að efla og vernda mannréttindi um heim allan. Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir miklum áskorunum þar sem mannréttindi eiga mjög víða undir högg að sækja. Okkar helsta markmið í ráðinu verður barátta fyrir bættum mannréttindum allra og þá leggjum við áherslu á að styrkja ráðið sem málsvara mannréttinda, sem það þarf að vera. Ísland, sem nýtur góðs af góðri stöðu heima fyrir, tekur þessu ábyrgðarhlutverki á alþjóðasviðinu alvarlega á þeim krefjandi tímum sem við lifum.“ Þórdís segir að Ísland muni leggja kapp á að efla samstöðu um grundvallargildi mannréttinda, sem eigi víða undir högg að sækja. Sérstök áhersla verði lögð á að grundvallarmannréttindi stúlkna og kvenna séu virt, auk mannréttinda barna og hinsegin fólks. Áhugasamir geta fundið yfirlit yfir helstu áherslur Íslands hér. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja en þetta er í annað sinn sem Ísland fær sæti í ráðinu. Alls sitja 47 ríki í ráðinu en næsta kjörtímabil hefst í byrjun árs 2025 og lýkur í lok árs 2027. „Mikil ábyrgð felst í því að taka sæti í mannréttindaráðinu sem hefur það helsta markmið að efla og vernda mannréttindi um heim allan. Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir miklum áskorunum þar sem mannréttindi eiga mjög víða undir högg að sækja. Okkar helsta markmið í ráðinu verður barátta fyrir bættum mannréttindum allra og þá leggjum við áherslu á að styrkja ráðið sem málsvara mannréttinda, sem það þarf að vera. Ísland, sem nýtur góðs af góðri stöðu heima fyrir, tekur þessu ábyrgðarhlutverki á alþjóðasviðinu alvarlega á þeim krefjandi tímum sem við lifum.“ Þórdís segir að Ísland muni leggja kapp á að efla samstöðu um grundvallargildi mannréttinda, sem eigi víða undir högg að sækja. Sérstök áhersla verði lögð á að grundvallarmannréttindi stúlkna og kvenna séu virt, auk mannréttinda barna og hinsegin fólks. Áhugasamir geta fundið yfirlit yfir helstu áherslur Íslands hér.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira