Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 13:33 Erling Haaland verður fyrirliði norska landsliðsins í komandi landsleikjum. Getty/Annelie Cracchiolo Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland. Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland.
Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira