Dagur og Messi tilnefndir til verðlauna Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 14:47 Dagur Dan Þórhallsson hefur staðið sig vel með Orlando City í Bandaríkjunum. Getty/Bill Barrett Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City, er einn af þeim sem tilnefndir eru sem varnarmaður ársins í bandarísku MLS-deildinni í fóbolta. Dagur flutti til Orlando í janúar 2023, eftir að hafa spilað með Breiðbaliki, Fylki, Keflavík og Haukum hér á landi, og einnig með Mjöndalen og Kvik Halden í Noregi. Það eru félögin í MLS-deildinni sem að tilnefna eigin leikmenn og geta þau að hámarki tilnefnt tvo leikmenn í hverjum verðlaunaflokki. Það eru svo leikmenn deildarinnar, starfsteymi liðanna og valdir fjölmiðlamenn sem sjá um að kjósa. Dagur er annar af tveimur varnarmönnum Orlando City sem eru tilnefndir sem besti varnarmaður en hinn er Robin Jansson. Jordi Alba einnig tilnefndur Á meðal annarra sem tilnefndir eru í sama flokki er Jordi Alba, fyrrverandi leikmaður Barcelona sem endurnýjaði kynnin við Lionel Messi í Inter Miami. Messi er einmitt einn af þeim sem tilnefndir eru sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins, en hann hefur skorað sautján mörk og lagt upp tíu í átján deildarleikjum á þessu ári. Dagur hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni fyrir Orlando og er með liðinu í 4. sæti af 15 liðum austurdeildarinnar, en í 8. sæti í heildartöflunni. Orlando tryggði sér á dögunum endanlega sæti í úrslitakeppninni sem hefst síðar í þessum mánuði. Dagur bíður enn eftir fyrsta tækifæri sínu í mótsleik með íslenska landsliðinu. Hann er ekki í hópnum sem mætir Wales á föstudag og Tyrklandi á mánudag, en á að baki fimm A-landsleiki, allt vináttuleiki og var sá síðasti gegn Gvatemala í janúar. Tilnefndir sem varnarmaður ársins í MLS: Akapo, Carlos - San Jose Earthquakes Alba, Jordi - Inter Miami CF Avilés, Tomás - Inter Miami CF Bartlett, Lucas - D.C. United Camacho, Rudy - Columbus Crew dos Santos, Micael - Houston Dynamo FC Eile, Noah - New York Red Bulls Glad, Justen - Real Salt Lake Gómez Andrade, Yeimar - Seattle Sounders FC Gomis, Nicksoen - Toronto FC Gray, Tayvon - New York City FC Herrera, Aaron - D.C. United Hines-Ike, Brendan - Austin FC Jansson, Robin - Orlando City SC Lennon, Brooks - Atlanta United Long, Aaron - LAFC Long, Kevin - Toronto FC Malanda, Adilson - Charlotte FC Martins, Thiago - New York City FC Maxsø, Andreas - Colorado Rapids Moreira, Steven - Columbus Crew Palencia, Sergi - LAFC Ragen, Jackson - Seattle Sounders FC Robinson, Miles - FC Cincinnati Rodrigues - San Jose Earthquakes Rosenberry, Keegan - Colorado Rapids Thórhallsson, Dagur Dan - Orlando City SC Totland, Tomas - St. Louis CITY SC Veselinović, Ranko - Vancouver Whitecaps FC Waterman, Joel - CF Montréal Yamane, Miki - LA Galaxy Yedlin, DeAndre - FC Cincinnati Yoshida, Maya - LA Galaxy Zuparic, Dario - Portland Timbers Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjá meira
Dagur flutti til Orlando í janúar 2023, eftir að hafa spilað með Breiðbaliki, Fylki, Keflavík og Haukum hér á landi, og einnig með Mjöndalen og Kvik Halden í Noregi. Það eru félögin í MLS-deildinni sem að tilnefna eigin leikmenn og geta þau að hámarki tilnefnt tvo leikmenn í hverjum verðlaunaflokki. Það eru svo leikmenn deildarinnar, starfsteymi liðanna og valdir fjölmiðlamenn sem sjá um að kjósa. Dagur er annar af tveimur varnarmönnum Orlando City sem eru tilnefndir sem besti varnarmaður en hinn er Robin Jansson. Jordi Alba einnig tilnefndur Á meðal annarra sem tilnefndir eru í sama flokki er Jordi Alba, fyrrverandi leikmaður Barcelona sem endurnýjaði kynnin við Lionel Messi í Inter Miami. Messi er einmitt einn af þeim sem tilnefndir eru sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins, en hann hefur skorað sautján mörk og lagt upp tíu í átján deildarleikjum á þessu ári. Dagur hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni fyrir Orlando og er með liðinu í 4. sæti af 15 liðum austurdeildarinnar, en í 8. sæti í heildartöflunni. Orlando tryggði sér á dögunum endanlega sæti í úrslitakeppninni sem hefst síðar í þessum mánuði. Dagur bíður enn eftir fyrsta tækifæri sínu í mótsleik með íslenska landsliðinu. Hann er ekki í hópnum sem mætir Wales á föstudag og Tyrklandi á mánudag, en á að baki fimm A-landsleiki, allt vináttuleiki og var sá síðasti gegn Gvatemala í janúar. Tilnefndir sem varnarmaður ársins í MLS: Akapo, Carlos - San Jose Earthquakes Alba, Jordi - Inter Miami CF Avilés, Tomás - Inter Miami CF Bartlett, Lucas - D.C. United Camacho, Rudy - Columbus Crew dos Santos, Micael - Houston Dynamo FC Eile, Noah - New York Red Bulls Glad, Justen - Real Salt Lake Gómez Andrade, Yeimar - Seattle Sounders FC Gomis, Nicksoen - Toronto FC Gray, Tayvon - New York City FC Herrera, Aaron - D.C. United Hines-Ike, Brendan - Austin FC Jansson, Robin - Orlando City SC Lennon, Brooks - Atlanta United Long, Aaron - LAFC Long, Kevin - Toronto FC Malanda, Adilson - Charlotte FC Martins, Thiago - New York City FC Maxsø, Andreas - Colorado Rapids Moreira, Steven - Columbus Crew Palencia, Sergi - LAFC Ragen, Jackson - Seattle Sounders FC Robinson, Miles - FC Cincinnati Rodrigues - San Jose Earthquakes Rosenberry, Keegan - Colorado Rapids Thórhallsson, Dagur Dan - Orlando City SC Totland, Tomas - St. Louis CITY SC Veselinović, Ranko - Vancouver Whitecaps FC Waterman, Joel - CF Montréal Yamane, Miki - LA Galaxy Yedlin, DeAndre - FC Cincinnati Yoshida, Maya - LA Galaxy Zuparic, Dario - Portland Timbers
Tilnefndir sem varnarmaður ársins í MLS: Akapo, Carlos - San Jose Earthquakes Alba, Jordi - Inter Miami CF Avilés, Tomás - Inter Miami CF Bartlett, Lucas - D.C. United Camacho, Rudy - Columbus Crew dos Santos, Micael - Houston Dynamo FC Eile, Noah - New York Red Bulls Glad, Justen - Real Salt Lake Gómez Andrade, Yeimar - Seattle Sounders FC Gomis, Nicksoen - Toronto FC Gray, Tayvon - New York City FC Herrera, Aaron - D.C. United Hines-Ike, Brendan - Austin FC Jansson, Robin - Orlando City SC Lennon, Brooks - Atlanta United Long, Aaron - LAFC Long, Kevin - Toronto FC Malanda, Adilson - Charlotte FC Martins, Thiago - New York City FC Maxsø, Andreas - Colorado Rapids Moreira, Steven - Columbus Crew Palencia, Sergi - LAFC Ragen, Jackson - Seattle Sounders FC Robinson, Miles - FC Cincinnati Rodrigues - San Jose Earthquakes Rosenberry, Keegan - Colorado Rapids Thórhallsson, Dagur Dan - Orlando City SC Totland, Tomas - St. Louis CITY SC Veselinović, Ranko - Vancouver Whitecaps FC Waterman, Joel - CF Montréal Yamane, Miki - LA Galaxy Yedlin, DeAndre - FC Cincinnati Yoshida, Maya - LA Galaxy Zuparic, Dario - Portland Timbers
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjá meira