Búið að byrgja brunninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 20:12 Starfsmaður ÞG verktaka leggur lokahönd á nýtt steypt járnlok á brunninn við Holtsveg 13 sem tveggja ára drengur datt ofan í. Vísir/Vilhelm Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag. Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Fleiri fréttir Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Sjá meira
Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag.
Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Fleiri fréttir Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Sjá meira