Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 12:24 Mike Pence, við formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, eftir að þing kom aftur saman þann 6. janúar 2021. AP/öldungadeild Bandaríkjaþings Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira