Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:28 Kylian Mbappé og félagar í Real Madrid lutu í lægra haldi en Dusan Vlahovic og félagar í Juventus unnu sterkan endurkomusigur. getty / fotojet Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira