Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 21:02 Aðalsteinn Sigfússon sést hér í miðjunni. Honum á hægri hönd, í hvarfi á bak við blóðflöguvélina, er Hákon sonur hans. Guðrún Aðalsteinsdóttir situr með appelsínusafa í hönd í forgrunni og ræðir við bróður sinn, Sigfús. Vísir/sigurjón Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum. Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum.
Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13