Boðað til fundar ráðuneyta og nefnda Alþingis um Ölfusárbrú í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:16 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Boðað hefur verið til fundar meirihluta fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með fulltrúum fjármálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins um stöðu nýrrar Ölfusárbrúar í dag. Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira