Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 13:40 Arnar Þór Jónsson boðar stofnun Lýðræðisflokksins. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira