Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. september 2024 10:38 Arnar Þór Jónsson bauð sig fram til forseta í vor, og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Vísir Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Arnari. Þar segir meðal annars að óstjórn og ofstjórn sé að knésetja íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þróunin sé í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar „Mjög alvarleg staða blasir við, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Stjórnmálaflokkar hafa gengist sérhagsmunahópum á hönd, ríkisvald er í síauknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum. Smáríki tala eins og stórveldin fyrirskipa. Stjórnmálaþróunin virðist vera í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar, þar sem þjóðríkin afhenda fjármuni og vald til alþjóðlegra stofnana, samhliða því að tengslin rofna milli kjósenda og þeirra sem fara með valdið,“ segir í tilkynningunni. Arnar segist hafa fundið mikinn stuðning víða um land þegar hann var í framboði til forseta. Framboðið hafi verið tilraun til að vekja Íslendinga til vitundar um þá öfugþróun sem sé að eiga sér stað í landsmálum. Innviðir séu við það að brotna, og sumir þeirra þegar brotnir. „Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök verða byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Ég er tilbúinn að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.“ Viðræður strönduðu við Miðflokkinn Arnar Þór átti í viðræðum við Miðflokkinn sem fjöruðu út í vikunni. Þá sagði Arnar að snertifletir hafi verið víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ sagði Arnar. Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2021 þangað til hann bauð sig fram til forseta og sagði sig úr flokknum, en þar áður starfaði hann sem héraðsdómari. Árið 2021 tók hann ákvörðun um að láta af störfum sem dómari, en hann sagði umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni. Nokkrum mánuðum áður hafði Arnar sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Arnari. Þar segir meðal annars að óstjórn og ofstjórn sé að knésetja íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þróunin sé í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar „Mjög alvarleg staða blasir við, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Stjórnmálaflokkar hafa gengist sérhagsmunahópum á hönd, ríkisvald er í síauknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum. Smáríki tala eins og stórveldin fyrirskipa. Stjórnmálaþróunin virðist vera í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar, þar sem þjóðríkin afhenda fjármuni og vald til alþjóðlegra stofnana, samhliða því að tengslin rofna milli kjósenda og þeirra sem fara með valdið,“ segir í tilkynningunni. Arnar segist hafa fundið mikinn stuðning víða um land þegar hann var í framboði til forseta. Framboðið hafi verið tilraun til að vekja Íslendinga til vitundar um þá öfugþróun sem sé að eiga sér stað í landsmálum. Innviðir séu við það að brotna, og sumir þeirra þegar brotnir. „Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök verða byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Ég er tilbúinn að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.“ Viðræður strönduðu við Miðflokkinn Arnar Þór átti í viðræðum við Miðflokkinn sem fjöruðu út í vikunni. Þá sagði Arnar að snertifletir hafi verið víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ sagði Arnar. Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2021 þangað til hann bauð sig fram til forseta og sagði sig úr flokknum, en þar áður starfaði hann sem héraðsdómari. Árið 2021 tók hann ákvörðun um að láta af störfum sem dómari, en hann sagði umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni. Nokkrum mánuðum áður hafði Arnar sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50
Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06