„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 12:32 Banaslys varð á Sæbraut í nótt þegar fólksbifreið var ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira