Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 14:08 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg, sem var með opinn fund í gær á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Árborg þar sem hann fór yfir stöðuna í máli og myndum. Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira