Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 16:50 Arnar Þór Jónsson hefur tekið þá ákvörðun að hætta sem héraðsdómari. vísir/þþ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. Arnar Þór skrifar stuttan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni að láta af störfum sem dómari. „Eftir viðburðaríka vegferð síðustu daga – og mánaða - stend ég á krossgötum. Þótt þær liggi annars staðar en ég hafði vonað eru engin ljón í augsýn. Ég hef legið undir feldi síðustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og framtíð,“ segir Arnar en hann skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Litlu munaði að hann kæmist inn á þing. Arnar Þór vakti mikla athygli í aðdraganda kosninganna fyrir skoðanaríkar greinar og vildu ýmsir meina að hann væri þar með að tefla hæfi sínu sem dómari í tvísýnu. Það eru þó ekki þær raddir sem ráða för, ef marka má Arnar Þór sjálfan. „Dómaraembættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlutverki síðustu mánuði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis.“ Arnar Þór segir að það sé á þessum forsendum sem hann taki þá ákvörðun að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vettvangi. „Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðarefnum laus við ytri fjötra með bjartsýni og trú að leiðarljósi.“ Vistaskipti Alþingiskosningar 2021 Dómstólar Tengdar fréttir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Arnar Þór skrifar stuttan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni að láta af störfum sem dómari. „Eftir viðburðaríka vegferð síðustu daga – og mánaða - stend ég á krossgötum. Þótt þær liggi annars staðar en ég hafði vonað eru engin ljón í augsýn. Ég hef legið undir feldi síðustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og framtíð,“ segir Arnar en hann skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Litlu munaði að hann kæmist inn á þing. Arnar Þór vakti mikla athygli í aðdraganda kosninganna fyrir skoðanaríkar greinar og vildu ýmsir meina að hann væri þar með að tefla hæfi sínu sem dómari í tvísýnu. Það eru þó ekki þær raddir sem ráða för, ef marka má Arnar Þór sjálfan. „Dómaraembættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlutverki síðustu mánuði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis.“ Arnar Þór segir að það sé á þessum forsendum sem hann taki þá ákvörðun að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vettvangi. „Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðarefnum laus við ytri fjötra með bjartsýni og trú að leiðarljósi.“
Vistaskipti Alþingiskosningar 2021 Dómstólar Tengdar fréttir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06