Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 22:30 Ibrahima Konaté var bæði hetja og skúrkur um tíma í leiknum gegn Wolves í dag. Getty/John Powell Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum. Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira