Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 21:00 Björgunarlið á svifnökkva bjargar íbúum og gæludýrum í Crystal River í Flórída eftir fellibylinn Helen í dag. AP/Luis Santana/Tampa Bay Times Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice
Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47