KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 23:16 A-landslið kvenna er á leið á Evrópumótið sem fram fer í Sviss næsta sumar. Vísir/Anton Brink Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“ Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“
Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira