Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. september 2024 21:02 Jón Gnarr nýliði í Viðreisn, Þórður Snær Júlíusson nýliði í Samfylkingunni og Anton Sveinn McKee nýliði í Miðflokknum. samsett Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton. Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton.
Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira