Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 21:01 Ilmur dögg vonar að fleiri fríbúðir skjóti upp kollinum. Vísir/Bjarni Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“ Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira