Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 18:37 Ingunn hlaut alls tuttug sár í árásinni. Sjúkraliði sem kom á vettvang sagði fyrir dómi að hann hefði ekki búist við því að hún lifði af. Ingunn Björnsdóttir Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn.
Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05
„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent