Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 09:31 Emanuela Rusta fékk sig fullsadda af óviðeigandi skilaboðum á Instagram. Getty/Gualter Fatia Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira