Móðir ákærð fyrir stórfellda líkamsárás Lovísa Arnardóttir skrifar 24. september 2024 21:53 Framkvæma þurfti aðgerðina aftur á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að það byrjaði að blæða úr skurðsárinu. Vísir/Vilhelm Móðir um fjögurra ára drengs hefur verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás og heimilisofbeldi fyrir að láta umskera son sinn í heimahúsi sinn fyrir tveimur árum. Þá var drengurinn um 17 mánaða gamall. Héraðssaksóknari staðfestir að ákæra hafi verið gefin út. Hann segir líklegt að þinghald verði lokað í málinu. Greint var frá málinu á vef RÚV í gær en þar segir að umskurðurinn hafi verið gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum. Umskurður drengja er ekki bannaður með lögum á Íslandi en fram kemur í frétt RÚV að barnið hafi eftir aðgerðina verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu síðar að beiðni barnaverndaryfirvalda í bænum. Þar þurfti að framkvæma aðra aðgerð á barninu vegna blæðingar í skurðsárinu. Í frétt RÚV kemur fram að kona hafi ferðast frá Ítalíu til Akureyrar til að framkvæma aðgerðina. Konan sé frá Gana. Umdeilt mál Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Á vef Umboðsmanns barna segir að slíkar aðgerðir á drengjum séu ekki bannaðar en að í hegningarlögum sé að finna ákvæði sem banni umskurð á stúlkum. Í áliti og yfirlýsingu embættisins frá árinu 2013 kom þó fram að umboðsmaður teldi umskurð brjóta gegn grundvallarréttindum drengja. Eðlilegt væri að drengir sem vilji láta gera það af trúar- eða menningarlegum ástæðum tækju ákvörðun um það sjálfir þegar þeir hafi þroska og aldur til að skilja hvað felist í slíkri aðgerð. Heilbrigðismál Akureyri Gana Tengdar fréttir Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48 Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57 Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Greint var frá málinu á vef RÚV í gær en þar segir að umskurðurinn hafi verið gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum. Umskurður drengja er ekki bannaður með lögum á Íslandi en fram kemur í frétt RÚV að barnið hafi eftir aðgerðina verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu síðar að beiðni barnaverndaryfirvalda í bænum. Þar þurfti að framkvæma aðra aðgerð á barninu vegna blæðingar í skurðsárinu. Í frétt RÚV kemur fram að kona hafi ferðast frá Ítalíu til Akureyrar til að framkvæma aðgerðina. Konan sé frá Gana. Umdeilt mál Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Á vef Umboðsmanns barna segir að slíkar aðgerðir á drengjum séu ekki bannaðar en að í hegningarlögum sé að finna ákvæði sem banni umskurð á stúlkum. Í áliti og yfirlýsingu embættisins frá árinu 2013 kom þó fram að umboðsmaður teldi umskurð brjóta gegn grundvallarréttindum drengja. Eðlilegt væri að drengir sem vilji láta gera það af trúar- eða menningarlegum ástæðum tækju ákvörðun um það sjálfir þegar þeir hafi þroska og aldur til að skilja hvað felist í slíkri aðgerð.
Heilbrigðismál Akureyri Gana Tengdar fréttir Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48 Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57 Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48
Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57
Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45