Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 17:25 Ásthildur Gunnarsdóttir hefur komið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin allt sitt líf. Á myndinni til hægri má sjá björninn í fjörunni eftir að hann var felldur. Katrín Gyða/Lögreglan á Vestfjörðum Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum
Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira