20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 06:34 Heiðursvörður liðsmanna Hezbollah við útför fjögurra sem létust þegar símboðarnir sprungu á þriðjudag. AP/Bilal Hussein Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira