„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2024 16:47 Diljá fór háðuglegum orðum um jafnlaunavottunina, sem hún sagði séríslenskt apparat sem gárungarnir kalli gjarnan láglaunavottun. Diljá sagði um vitagagnslaust en rándýr fyrirbæri að ræða. vísir/vilhelm Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira