Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 14:32 Þessir tvíburar gætu nú borið nöfnin Ekkó og Melía. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. Nefndin ákvað þó að hafna beiðnum um eigin- og millinafnið Gonzales og sömuleiðis karlkynseiginnafnið Baldr. Varðandi nafnið Gonzales mat nefndin það sem svo að það reyndi á skilyrði í lögum um mannanöfn um að þau skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Gonzales væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z væri ekki í íslenska stafrófinu. Þannig hefði einungis verið hægt að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir rithætti nafnsins. Svo sé ekki og því var ákveðið að nafna beiðnunum. Varðandi beiðni um eiginnafnið Baldr reyndi á sama skilyrði lagana þar sem nafnið Baldr væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Segir í úrskurðinum að sá ritháttur að sleppa bókstafnum u i endingum orða, til dæmis maðr í stað maður, hefr í stað hefur og góðr í stað góður, fari gegn almennum ritreglum íslensks máls og sé andstæður íslenskri hljóðþróun. Áður hafði nefndin einnig hafnað beiðnum um að samþykkja nöfnun Víkingr og Óðr. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Baldr. Nafnið kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins og beiðninni hafnað.“ segir í úrskurði mannanafnanefndar. Mannanöfn Tengdar fréttir Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40 Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Nefndin ákvað þó að hafna beiðnum um eigin- og millinafnið Gonzales og sömuleiðis karlkynseiginnafnið Baldr. Varðandi nafnið Gonzales mat nefndin það sem svo að það reyndi á skilyrði í lögum um mannanöfn um að þau skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Gonzales væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z væri ekki í íslenska stafrófinu. Þannig hefði einungis verið hægt að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir rithætti nafnsins. Svo sé ekki og því var ákveðið að nafna beiðnunum. Varðandi beiðni um eiginnafnið Baldr reyndi á sama skilyrði lagana þar sem nafnið Baldr væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Segir í úrskurðinum að sá ritháttur að sleppa bókstafnum u i endingum orða, til dæmis maðr í stað maður, hefr í stað hefur og góðr í stað góður, fari gegn almennum ritreglum íslensks máls og sé andstæður íslenskri hljóðþróun. Áður hafði nefndin einnig hafnað beiðnum um að samþykkja nöfnun Víkingr og Óðr. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Baldr. Nafnið kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins og beiðninni hafnað.“ segir í úrskurði mannanafnanefndar.
Mannanöfn Tengdar fréttir Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40 Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40
Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01
Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50
Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39