Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 10:00 Virgil van Dijk skoraði skallamark fyrir Liverpool gegn AC Milan í gærkvöld, þegar Meistaradeild Evrópu hófst. Getty/Vasile Mihai-Antonio Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira