Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kafbátsslysið Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 09:29 Skutur kafbátsins Títans á botni Atlantshafsins í júní 2023. AP/Pelagic Research Services Starfsmaður fyrirtækisins sem átti kafbátinn sem fórst nærri flaki Títanik í fyrra segir að hægt hefði verið að komast hjá slysinu ef hlustað hefði verið á varnarorð hans. Ein síðustu skilaboðin sem bárust frá áhöfninn voru „allt í góðu hér“. Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda. Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Erlent Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Innlent Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Erlent „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Erlent Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Innlent Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Erlent Fleiri fréttir „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Lýsa nóttinni sem skelfilegri Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Sjá meira
Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda.
Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Erlent Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Innlent Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Erlent „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Erlent Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Innlent Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Erlent Fleiri fréttir „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Lýsa nóttinni sem skelfilegri Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Sjá meira
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00
Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18