Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kafbátsslysið Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 09:29 Skutur kafbátsins Títans á botni Atlantshafsins í júní 2023. AP/Pelagic Research Services Starfsmaður fyrirtækisins sem átti kafbátinn sem fórst nærri flaki Títanik í fyrra segir að hægt hefði verið að komast hjá slysinu ef hlustað hefði verið á varnarorð hans. Ein síðustu skilaboðin sem bárust frá áhöfninn voru „allt í góðu hér“. Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda. Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda.
Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00
Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18