„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2024 09:33 Frá samstöðufundi með Gisele Pelicot í Rennes í Frakklandi. Málið gegn eiginmanni hennar og fimmtíu öðrum mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað henni hefur vakið gífurlega athygli í Frakklandi og um heiminn allan. Getty/Jerome Gilles Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. „Þeir vissu allir hvað var að gerast, þeir geta ekki sagt annað,“ sagði hinni 71 árs Pelicot í dómsal í Avignon í Frakklandi í morgun, samkvæmt frétt Le Monde. Hann sagði einnig að Gisele, sem sat í salnum í morgun ásamt Joël, bróður Pelicot, hefði ekki átt þetta skilið. Pelicot átti að bera vitni í síðustu viku en vitnispurði hans var frestað vegna slæmrar heilsu hans. Dómari málsins lýsti því þó yfir í gær, eftir rannsókn, að hann skildi bera vitni í dag. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Samkvæmt Le Parisien sagðist Pelicot aldrei hafa litið á eiginkonu sína sem hlut, þó myndefni sem hann tók í gegnum árin og afbrot hans sýni annað. „Ég sé eftir því sem ég gerði, ég biðst fyrirgefningar, jafnvel þó þetta sé ófyrirgefanlegt.“ Minnst 72 nauðgarar Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Gisele, sem er 72 ára gömul, rifjaði upp fyrr í réttarhöldunum þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Nokkrir mannana hafa viðurkennt að Pelicot hafi sagt þeim að hann hefði byrlað Gisele ólyfjan. Aðrir halda því fram að þeir hafi talið sig vera að taka þátt í kynlífsleik hjónanna. Samkvæmt reglum í Frakklandi er bannað að birta myndir af mönnum sem hafa verið ákærðir fyrr en þeir hafa verið dæmdir. Verjendur margra þeirra kvörtuðu nýverið yfir birtingu mynda af þeim og nafna þeirra á netinu. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Gisele á að bera vitni seinna í dag, þar sem búist er við að hún muni bregðast við vitnisburði fyrrverandi eiginmanns síns. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. 4. september 2024 11:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
„Þeir vissu allir hvað var að gerast, þeir geta ekki sagt annað,“ sagði hinni 71 árs Pelicot í dómsal í Avignon í Frakklandi í morgun, samkvæmt frétt Le Monde. Hann sagði einnig að Gisele, sem sat í salnum í morgun ásamt Joël, bróður Pelicot, hefði ekki átt þetta skilið. Pelicot átti að bera vitni í síðustu viku en vitnispurði hans var frestað vegna slæmrar heilsu hans. Dómari málsins lýsti því þó yfir í gær, eftir rannsókn, að hann skildi bera vitni í dag. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Samkvæmt Le Parisien sagðist Pelicot aldrei hafa litið á eiginkonu sína sem hlut, þó myndefni sem hann tók í gegnum árin og afbrot hans sýni annað. „Ég sé eftir því sem ég gerði, ég biðst fyrirgefningar, jafnvel þó þetta sé ófyrirgefanlegt.“ Minnst 72 nauðgarar Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Gisele, sem er 72 ára gömul, rifjaði upp fyrr í réttarhöldunum þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Nokkrir mannana hafa viðurkennt að Pelicot hafi sagt þeim að hann hefði byrlað Gisele ólyfjan. Aðrir halda því fram að þeir hafi talið sig vera að taka þátt í kynlífsleik hjónanna. Samkvæmt reglum í Frakklandi er bannað að birta myndir af mönnum sem hafa verið ákærðir fyrr en þeir hafa verið dæmdir. Verjendur margra þeirra kvörtuðu nýverið yfir birtingu mynda af þeim og nafna þeirra á netinu. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Gisele á að bera vitni seinna í dag, þar sem búist er við að hún muni bregðast við vitnisburði fyrrverandi eiginmanns síns.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. 4. september 2024 11:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. 4. september 2024 11:40