„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2024 09:33 Frá samstöðufundi með Gisele Pelicot í Rennes í Frakklandi. Málið gegn eiginmanni hennar og fimmtíu öðrum mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað henni hefur vakið gífurlega athygli í Frakklandi og um heiminn allan. Getty/Jerome Gilles Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. „Þeir vissu allir hvað var að gerast, þeir geta ekki sagt annað,“ sagði hinni 71 árs Pelicot í dómsal í Avignon í Frakklandi í morgun, samkvæmt frétt Le Monde. Hann sagði einnig að Gisele, sem sat í salnum í morgun ásamt Joël, bróður Pelicot, hefði ekki átt þetta skilið. Pelicot átti að bera vitni í síðustu viku en vitnispurði hans var frestað vegna slæmrar heilsu hans. Dómari málsins lýsti því þó yfir í gær, eftir rannsókn, að hann skildi bera vitni í dag. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Samkvæmt Le Parisien sagðist Pelicot aldrei hafa litið á eiginkonu sína sem hlut, þó myndefni sem hann tók í gegnum árin og afbrot hans sýni annað. „Ég sé eftir því sem ég gerði, ég biðst fyrirgefningar, jafnvel þó þetta sé ófyrirgefanlegt.“ Minnst 72 nauðgarar Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Gisele, sem er 72 ára gömul, rifjaði upp fyrr í réttarhöldunum þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Nokkrir mannana hafa viðurkennt að Pelicot hafi sagt þeim að hann hefði byrlað Gisele ólyfjan. Aðrir halda því fram að þeir hafi talið sig vera að taka þátt í kynlífsleik hjónanna. Samkvæmt reglum í Frakklandi er bannað að birta myndir af mönnum sem hafa verið ákærðir fyrr en þeir hafa verið dæmdir. Verjendur margra þeirra kvörtuðu nýverið yfir birtingu mynda af þeim og nafna þeirra á netinu. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Gisele á að bera vitni seinna í dag, þar sem búist er við að hún muni bregðast við vitnisburði fyrrverandi eiginmanns síns. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. 4. september 2024 11:40 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
„Þeir vissu allir hvað var að gerast, þeir geta ekki sagt annað,“ sagði hinni 71 árs Pelicot í dómsal í Avignon í Frakklandi í morgun, samkvæmt frétt Le Monde. Hann sagði einnig að Gisele, sem sat í salnum í morgun ásamt Joël, bróður Pelicot, hefði ekki átt þetta skilið. Pelicot átti að bera vitni í síðustu viku en vitnispurði hans var frestað vegna slæmrar heilsu hans. Dómari málsins lýsti því þó yfir í gær, eftir rannsókn, að hann skildi bera vitni í dag. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Samkvæmt Le Parisien sagðist Pelicot aldrei hafa litið á eiginkonu sína sem hlut, þó myndefni sem hann tók í gegnum árin og afbrot hans sýni annað. „Ég sé eftir því sem ég gerði, ég biðst fyrirgefningar, jafnvel þó þetta sé ófyrirgefanlegt.“ Minnst 72 nauðgarar Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Gisele, sem er 72 ára gömul, rifjaði upp fyrr í réttarhöldunum þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Nokkrir mannana hafa viðurkennt að Pelicot hafi sagt þeim að hann hefði byrlað Gisele ólyfjan. Aðrir halda því fram að þeir hafi talið sig vera að taka þátt í kynlífsleik hjónanna. Samkvæmt reglum í Frakklandi er bannað að birta myndir af mönnum sem hafa verið ákærðir fyrr en þeir hafa verið dæmdir. Verjendur margra þeirra kvörtuðu nýverið yfir birtingu mynda af þeim og nafna þeirra á netinu. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Gisele á að bera vitni seinna í dag, þar sem búist er við að hún muni bregðast við vitnisburði fyrrverandi eiginmanns síns.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. 4. september 2024 11:40 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. 4. september 2024 11:40