Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. september 2024 12:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Vísir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira