Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. september 2024 12:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Vísir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels