Vill ekki ræða verðmiðann Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 10:39 Geimfararnir fjórir um borð í hylkinu eftir að það lenti í Mexíkóflóa snemma á sunnudag. AP/SpaceX Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu. Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu.
Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02