Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 16:14 Laura Loomer er hér í fylgd með Trump þegar hann heimsótti slökkviliðsmenn í New York á miðvikudaginn. Hún hefur ítrekað varpað fram samsæriskenningum um árásina á Tvíburaturnana. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. Loomer fylgdi Trump meðal annars á minningarathöfn vegna árásarinnar á Tvíburaturnana 2001 á miðvikudaginn. Hún hefur ítrekað varpað fram samsæriskenningum um árásina. Í fyrra gaf hún í skyn að árásin hefði verið „innanhúsverk“. Hún tjáði sig einnig um árásina á X (áður Twitter) í dag og gaf í skyn að yfirvöld hefðu logið um árásina. Loomer hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til þings og naut hún stuðnings Trumps. Sjá einnig: Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafði Loomer nokkrum dögum áður sagt að ef Kamala Harris, sem rekur uppruna sinn meðal annars til Indlands, sigrar í kosningunum í nóvember muni Hvíta húsið lykta eins og karrý og ræður úr Hvíta húsinu fluttar úr úthringingamiðstöðvum. Í júlí sagði Loomer að Harris væri vændiskona og að hún neytti fíkniefna. Neita að segja hvaða hlutverki hún gegni Eins og áður segir hefur Loomer ítrekað sést í fylgd með Trump víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Hún segist þó ekki vinna fyrir forsetann fyrrverandi og forsvarsmenn framboðs hans hafa neitað að útskýra af hverju hún hefur fylgt forsetanum eftir. Hún hefur titlað sig sem rannsóknarblaðamann í þjónustu Trumps. New York Times segir að Loomer búi í Flórída og sjáist oft í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps. Þá hafi hún flogið með honum til Iowa í janúar og er Trump sagður hafa ætlað að ráða hana í apríl. Hann mun hafa hætt við vegna mótmæla hans nánustu ráðgjafa. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Loomer á undanförnum dögum er Marjorie Taylor Greene, þingkona í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Trumps til langs tíma. Þær hafa lengi átt í opinberum deilum. Greene sagði í gær að ummæli Loomer og hatursfull hegðun hennar væri „stærðarinnar vandamál“ fyrir Repúblikana. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, hefur einnig sagt að vera Loomer með Trump gæti komið niður á honum í kosningunum. Hann sagði að ummæli hennar í gegnum tíðina væru „óhugnanleg“ og rúmlega það. Loomer sagði einnig á X (áður Twitter) í dag að eina ástæðan fyrir því að Repúblikanar væru að gagnrýna hana, væri að þeir væru afbrýðissamir því þeir hefðu ekki verið í flugvél með Donald Trump. Vísaði hún sérstaklega til Greene og Graham og sagði að „fólkinu sem skipti máli“ væri illa við þau. Laura Loomer tekur hér mynd af Trump.AP/Matt Rourke Fer hörðum orðum um innflytjendur Loomer hefur farið mikinn í því að dreifa ósannindum um að innflytjendur frá Haítí í Springfield í Ohio séu að éta gæludýr fólks í bænum. Trump hélt þessu einnig fram á kappræðunum í vikunni en ekkert er til í þessum, samkvæmt embættismönnum og lögreglu í bænum. Margir innflytjendur frá Haítí eru í bænum en þeir eru þar löglega. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Trump hélt þessum lygum áfram á kosningafundi í Arizona í gær, þar sem hann fór hörðum orðum um innflytjendur og hælisleitendur í Bandaríkjunum. Á þessum fundi sagðist Trump reiður yfir þessu flóði fólks til Bandaríkjanna og sagðist hann reiður yfir því að ungum bandarískum stúlkum væri nauðgað og þær myrtar af grimmum glæpsamlegum ólöglegum innflytjendum, eins og hann orðaði það. Á áðurnefndum kappræðum var Trump bent á að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefði gefið út tölfræði sem sýndi að innflytjendur væru hlutfallslega ólíklegri til að brjóta af sér en innfæddir í Bandaríkjunum. Trump: "I'm angry about young American girls being raped and sodomized and murdered by savage criminal aliens" pic.twitter.com/VHtNE6o1ni— Aaron Rupar (@atrupar) September 12, 2024 Bæjarstjórinn ósáttur Frá kappræðunum hefur sprengjuhótunum rignt yfir fyrirtæki og stofnanir í bænum. Bæði í dag og í gær hefur þurft að rýma tvo skóla og senda börn heim vegna slíkra hótana. Rob Rue, bæjarstjóri Springfield, sagði í viðtali við NYT að íbúar þyrftu hjálp, ekki hatur. Íbúar bæjarins vildu horfa saman til framtíðar og það væri erfitt í andrúmsloftinu kringum bæinn þessa dagana. „Það er pirrandi þegar stjórnmálamenn, á landssviðinu, fara svo rangt með það sem er að gerast og afskræma samfélag okkar,“ sagði Rue. Fréttamaðurinn Chris Hayes fjallaði um orðræðu Trump-liða í garð innflytjenda í gær. Hann sagði ljóst að Trump-liðar vissu að þetta myndi enda með ofbeldi í garð þeirra og að þeim væri alveg sama. Vísaði hann sérstaklega í ummæli sem Loomer hefur látið frá sér falla um innflytjendur. WATCH: "Republicans understand that the lies they're perpetuating about immigrants leads to violence against immigrants. And you know how I know? Because I heard it from a close confidante to Trump named Laura Loomer," says @chrislhayes. pic.twitter.com/GBTFNizhBk— All In with Chris Hayes (@allinwithchris) September 13, 2024 Um sextíu þúsund manns búa í Springfield og þar af eru um fimmtán þúsund innflytjendur sem hafa flutt þangað á undanförnum árum. AP segir þá hafa flutt í bæinn vegna lausra starfa og tiltölulega ódýrs húsnæðis. Einhverjir íbúar eru ósáttir við þær afleiðingar sem þessi fjölgun hefur haft. Hærra húsnæðisverð, aukin umferð og færri störf. Þá hefur álag á innviði í bænum aukist mjög. Þá leiddi dauðsfall ellefu ára gamals drengs í fyrra til mikillar spennu. Hann dó þegar innflytjandi frá Haítí, sem var ekki með bílpróf, keyrði á skólabíl. Foreldrar drengsins fordæmdu þó í vikunni stjórnmálamenn sem hafa reynt að nýta sér dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49 Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Loomer fylgdi Trump meðal annars á minningarathöfn vegna árásarinnar á Tvíburaturnana 2001 á miðvikudaginn. Hún hefur ítrekað varpað fram samsæriskenningum um árásina. Í fyrra gaf hún í skyn að árásin hefði verið „innanhúsverk“. Hún tjáði sig einnig um árásina á X (áður Twitter) í dag og gaf í skyn að yfirvöld hefðu logið um árásina. Loomer hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til þings og naut hún stuðnings Trumps. Sjá einnig: Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafði Loomer nokkrum dögum áður sagt að ef Kamala Harris, sem rekur uppruna sinn meðal annars til Indlands, sigrar í kosningunum í nóvember muni Hvíta húsið lykta eins og karrý og ræður úr Hvíta húsinu fluttar úr úthringingamiðstöðvum. Í júlí sagði Loomer að Harris væri vændiskona og að hún neytti fíkniefna. Neita að segja hvaða hlutverki hún gegni Eins og áður segir hefur Loomer ítrekað sést í fylgd með Trump víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Hún segist þó ekki vinna fyrir forsetann fyrrverandi og forsvarsmenn framboðs hans hafa neitað að útskýra af hverju hún hefur fylgt forsetanum eftir. Hún hefur titlað sig sem rannsóknarblaðamann í þjónustu Trumps. New York Times segir að Loomer búi í Flórída og sjáist oft í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps. Þá hafi hún flogið með honum til Iowa í janúar og er Trump sagður hafa ætlað að ráða hana í apríl. Hann mun hafa hætt við vegna mótmæla hans nánustu ráðgjafa. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Loomer á undanförnum dögum er Marjorie Taylor Greene, þingkona í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Trumps til langs tíma. Þær hafa lengi átt í opinberum deilum. Greene sagði í gær að ummæli Loomer og hatursfull hegðun hennar væri „stærðarinnar vandamál“ fyrir Repúblikana. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, hefur einnig sagt að vera Loomer með Trump gæti komið niður á honum í kosningunum. Hann sagði að ummæli hennar í gegnum tíðina væru „óhugnanleg“ og rúmlega það. Loomer sagði einnig á X (áður Twitter) í dag að eina ástæðan fyrir því að Repúblikanar væru að gagnrýna hana, væri að þeir væru afbrýðissamir því þeir hefðu ekki verið í flugvél með Donald Trump. Vísaði hún sérstaklega til Greene og Graham og sagði að „fólkinu sem skipti máli“ væri illa við þau. Laura Loomer tekur hér mynd af Trump.AP/Matt Rourke Fer hörðum orðum um innflytjendur Loomer hefur farið mikinn í því að dreifa ósannindum um að innflytjendur frá Haítí í Springfield í Ohio séu að éta gæludýr fólks í bænum. Trump hélt þessu einnig fram á kappræðunum í vikunni en ekkert er til í þessum, samkvæmt embættismönnum og lögreglu í bænum. Margir innflytjendur frá Haítí eru í bænum en þeir eru þar löglega. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Trump hélt þessum lygum áfram á kosningafundi í Arizona í gær, þar sem hann fór hörðum orðum um innflytjendur og hælisleitendur í Bandaríkjunum. Á þessum fundi sagðist Trump reiður yfir þessu flóði fólks til Bandaríkjanna og sagðist hann reiður yfir því að ungum bandarískum stúlkum væri nauðgað og þær myrtar af grimmum glæpsamlegum ólöglegum innflytjendum, eins og hann orðaði það. Á áðurnefndum kappræðum var Trump bent á að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefði gefið út tölfræði sem sýndi að innflytjendur væru hlutfallslega ólíklegri til að brjóta af sér en innfæddir í Bandaríkjunum. Trump: "I'm angry about young American girls being raped and sodomized and murdered by savage criminal aliens" pic.twitter.com/VHtNE6o1ni— Aaron Rupar (@atrupar) September 12, 2024 Bæjarstjórinn ósáttur Frá kappræðunum hefur sprengjuhótunum rignt yfir fyrirtæki og stofnanir í bænum. Bæði í dag og í gær hefur þurft að rýma tvo skóla og senda börn heim vegna slíkra hótana. Rob Rue, bæjarstjóri Springfield, sagði í viðtali við NYT að íbúar þyrftu hjálp, ekki hatur. Íbúar bæjarins vildu horfa saman til framtíðar og það væri erfitt í andrúmsloftinu kringum bæinn þessa dagana. „Það er pirrandi þegar stjórnmálamenn, á landssviðinu, fara svo rangt með það sem er að gerast og afskræma samfélag okkar,“ sagði Rue. Fréttamaðurinn Chris Hayes fjallaði um orðræðu Trump-liða í garð innflytjenda í gær. Hann sagði ljóst að Trump-liðar vissu að þetta myndi enda með ofbeldi í garð þeirra og að þeim væri alveg sama. Vísaði hann sérstaklega í ummæli sem Loomer hefur látið frá sér falla um innflytjendur. WATCH: "Republicans understand that the lies they're perpetuating about immigrants leads to violence against immigrants. And you know how I know? Because I heard it from a close confidante to Trump named Laura Loomer," says @chrislhayes. pic.twitter.com/GBTFNizhBk— All In with Chris Hayes (@allinwithchris) September 13, 2024 Um sextíu þúsund manns búa í Springfield og þar af eru um fimmtán þúsund innflytjendur sem hafa flutt þangað á undanförnum árum. AP segir þá hafa flutt í bæinn vegna lausra starfa og tiltölulega ódýrs húsnæðis. Einhverjir íbúar eru ósáttir við þær afleiðingar sem þessi fjölgun hefur haft. Hærra húsnæðisverð, aukin umferð og færri störf. Þá hefur álag á innviði í bænum aukist mjög. Þá leiddi dauðsfall ellefu ára gamals drengs í fyrra til mikillar spennu. Hann dó þegar innflytjandi frá Haítí, sem var ekki með bílpróf, keyrði á skólabíl. Foreldrar drengsins fordæmdu þó í vikunni stjórnmálamenn sem hafa reynt að nýta sér dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49 Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49
Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12
Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34