Grænt ljós á Flensborgarhöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2024 14:05 Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Hafnarfjarðarbær Flensborgarhöfn stígur inn í framtíðina með nýju deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og verður nú sett í auglýsingu. „Við hlökkum til að sjá nýtt, glæsilegt bryggjuhverfi rísa í hjarta bæjarins og vonum að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Lögð hefur verið áhersla á að vanda vel til verka við hönnun og deiliskipulagsgerð sem hófst með hönnunarsamkeppni fyrir sex árum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri á vef bæjarins. „Þarna munu rísa íbúðir og fjölbreytt tækifæri til afþreyingar og þjónustu verða til. Nýja byggðin mun tengjast vel miðbæ Hafnarfjarðar, stækka hann og auka þjónustu. Bærinn mun breyta um ásýnd, verða enn eftirsóttari heim að sækja um leið og hann heldur sérkennum sínum.“ Svona mun höfnin líta út um kvöldið.Hafnarfjörður Rósa segir að bílastæðum ofanjarðar hafi fjölgað talsvert frá fyrri hugmyndum sem höfðu verið kynntar, sérstaklega við fyrirhuguð þjónusturými. Nýtt deiliskipulag verður kynnt Deiliskipulagið fyrir Flensborgarhöfn fer nú í auglýsingu og hafa íbúar þá sex vikur til að kynna sér áformin og segja skoðun sína. Haldin verður kynningarfundur á tímabilinu. Miklar vonir eru bundnar við breytingarnar í bænum.Hafnarfjörður Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu, Fornubúðum og sjó. Stærð svæðis er um það bil 4,4 hektarar. Almennt er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæð bygginga þar sem fjölbreytt þjónusta verður höfð að leiðarljósi. Þar má nefna kaffihús, veitingastaði og smávöruverslanir. Salarhæð verslunar- og þjónustuhúsnæðis á jarðhæðum verður að lágmarki 4 metrar með áhrifum sínum á ásýndina. Ýmsar aðkomuleiðir eru að byggðinni fyrir gangandi, akandi og hjólandi umferð og er hugmyndin að hún verði framlenging á miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar. Þar sem mikil atvinnustarfsemi og þjónusta verður á svæðinu og er því mikilvægt að skapa gott aðgengi fyrir alla. Innblásið af byggðamynstri Hafnarfjarðar Forsagan er sú að árið 2018 efndi Hafnarfjarðarbær til hugmyndasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðið. Tvær tillögur báru sigur úr býtum. Vinningstillögurnar voru sameinaðar í eina sem síðar voru þróaðar í breytingu á aðalskipulagi. Smábátahöfnin tekur á sig nýja mynd.Hafnarfjörður Markmið rammaskipulagsins var að auka samtvinnun bæjar og hafnar með þéttri og blandaðri byggð í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi. Stefnt var að því að skapa heildstæða byggð í anda sögunnar og þeirra umhverfisgæða sem eru fyrir hendi með breyttri landnotkun og bættri nýtingu innviða. Yfirlitsmynd. Hugmyndin að skipulagi Flensborgarhafnar er innblásin af sögulegu byggðarmynstri Hafnarfjarðar og miðar af því að skapa lífræna tengingu á milli húsa og auðga mannlífið á milli þeirra. Í stað nútímalegrar uppbyggingar sem oft einkennist af reglufestu randbyggð með inngörðum og afgirtum lóðum er lögð áhersla á opið flæði og gott aðgengi um svæðið í heild sem leiðir af sér spennandi mannlíf, rými og aukna notkun. Að neðan má sjá helstu viðfangsefni og markmið Heildaryfirbragði svæðisins verði breytt með bættri nýtingu þess. Við uppbyggingu svæðisins verði tekið tillit til sérkenna þess og sérstöðu í bæjarmynd Hafnarfjarðar. Gæði, sjálfbærni og verðmæti svæðisins verði aukið með betri landnýtingu, þéttari byggð og bættu umhverfi og lífsgæðum fyrir notendur og íbúa. Áhersla lögð á aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar, vandaðan frágang bygginga, opin bæjarrými og lifandi starfsemi á hluta jarðhæða sem skapar fjölbreytt mannlíf. Umferðartengingar inn á svæðið verði bættar með umferðaröryggi að leiðarljósi. Góð tenging verði við aðliggjandi svæði og miðbæ með stígum fyrir gangandi og hjólandi. Gott aðgengi verði að smábátahöfninni og umferðarflæði við Suðurhöfn verði áfram tryggt í sátt við nýja uppbyggingu. Að skipuleggja einfalt og hagkvæmt gatna- og stígakerfi (göngu- og reiðhjólaleiðir) sem þjónar byggðinni á sem bestan og öruggastan hátt með áherslu á gott aðgengi allra. Að deiliskipulag stuðli að umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum í innviðum hverfisins og á sérhverri lóð t.d. með ívilnunum og/eða hvötum fyrir þá sem byggja vistvænar og vottaðar byggingar. Að skipulagsgerð og ákvarðanataka verði í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum stoðum sjálfbærrar þróunar. Að neðan má sjá kynningarmyndband af skipulaginu frá því í febrúar 2020. Hafnarfjörður Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. 29. júní 2024 15:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Við hlökkum til að sjá nýtt, glæsilegt bryggjuhverfi rísa í hjarta bæjarins og vonum að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Lögð hefur verið áhersla á að vanda vel til verka við hönnun og deiliskipulagsgerð sem hófst með hönnunarsamkeppni fyrir sex árum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri á vef bæjarins. „Þarna munu rísa íbúðir og fjölbreytt tækifæri til afþreyingar og þjónustu verða til. Nýja byggðin mun tengjast vel miðbæ Hafnarfjarðar, stækka hann og auka þjónustu. Bærinn mun breyta um ásýnd, verða enn eftirsóttari heim að sækja um leið og hann heldur sérkennum sínum.“ Svona mun höfnin líta út um kvöldið.Hafnarfjörður Rósa segir að bílastæðum ofanjarðar hafi fjölgað talsvert frá fyrri hugmyndum sem höfðu verið kynntar, sérstaklega við fyrirhuguð þjónusturými. Nýtt deiliskipulag verður kynnt Deiliskipulagið fyrir Flensborgarhöfn fer nú í auglýsingu og hafa íbúar þá sex vikur til að kynna sér áformin og segja skoðun sína. Haldin verður kynningarfundur á tímabilinu. Miklar vonir eru bundnar við breytingarnar í bænum.Hafnarfjörður Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu, Fornubúðum og sjó. Stærð svæðis er um það bil 4,4 hektarar. Almennt er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæð bygginga þar sem fjölbreytt þjónusta verður höfð að leiðarljósi. Þar má nefna kaffihús, veitingastaði og smávöruverslanir. Salarhæð verslunar- og þjónustuhúsnæðis á jarðhæðum verður að lágmarki 4 metrar með áhrifum sínum á ásýndina. Ýmsar aðkomuleiðir eru að byggðinni fyrir gangandi, akandi og hjólandi umferð og er hugmyndin að hún verði framlenging á miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar. Þar sem mikil atvinnustarfsemi og þjónusta verður á svæðinu og er því mikilvægt að skapa gott aðgengi fyrir alla. Innblásið af byggðamynstri Hafnarfjarðar Forsagan er sú að árið 2018 efndi Hafnarfjarðarbær til hugmyndasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðið. Tvær tillögur báru sigur úr býtum. Vinningstillögurnar voru sameinaðar í eina sem síðar voru þróaðar í breytingu á aðalskipulagi. Smábátahöfnin tekur á sig nýja mynd.Hafnarfjörður Markmið rammaskipulagsins var að auka samtvinnun bæjar og hafnar með þéttri og blandaðri byggð í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi. Stefnt var að því að skapa heildstæða byggð í anda sögunnar og þeirra umhverfisgæða sem eru fyrir hendi með breyttri landnotkun og bættri nýtingu innviða. Yfirlitsmynd. Hugmyndin að skipulagi Flensborgarhafnar er innblásin af sögulegu byggðarmynstri Hafnarfjarðar og miðar af því að skapa lífræna tengingu á milli húsa og auðga mannlífið á milli þeirra. Í stað nútímalegrar uppbyggingar sem oft einkennist af reglufestu randbyggð með inngörðum og afgirtum lóðum er lögð áhersla á opið flæði og gott aðgengi um svæðið í heild sem leiðir af sér spennandi mannlíf, rými og aukna notkun. Að neðan má sjá helstu viðfangsefni og markmið Heildaryfirbragði svæðisins verði breytt með bættri nýtingu þess. Við uppbyggingu svæðisins verði tekið tillit til sérkenna þess og sérstöðu í bæjarmynd Hafnarfjarðar. Gæði, sjálfbærni og verðmæti svæðisins verði aukið með betri landnýtingu, þéttari byggð og bættu umhverfi og lífsgæðum fyrir notendur og íbúa. Áhersla lögð á aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar, vandaðan frágang bygginga, opin bæjarrými og lifandi starfsemi á hluta jarðhæða sem skapar fjölbreytt mannlíf. Umferðartengingar inn á svæðið verði bættar með umferðaröryggi að leiðarljósi. Góð tenging verði við aðliggjandi svæði og miðbæ með stígum fyrir gangandi og hjólandi. Gott aðgengi verði að smábátahöfninni og umferðarflæði við Suðurhöfn verði áfram tryggt í sátt við nýja uppbyggingu. Að skipuleggja einfalt og hagkvæmt gatna- og stígakerfi (göngu- og reiðhjólaleiðir) sem þjónar byggðinni á sem bestan og öruggastan hátt með áherslu á gott aðgengi allra. Að deiliskipulag stuðli að umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum í innviðum hverfisins og á sérhverri lóð t.d. með ívilnunum og/eða hvötum fyrir þá sem byggja vistvænar og vottaðar byggingar. Að skipulagsgerð og ákvarðanataka verði í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum stoðum sjálfbærrar þróunar. Að neðan má sjá kynningarmyndband af skipulaginu frá því í febrúar 2020.
Hafnarfjörður Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. 29. júní 2024 15:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. 29. júní 2024 15:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent