Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar 13. september 2024 10:54 Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun