Slot getur slegið met um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2024 11:01 Arne Slot sést hér stýra æfingu hjá Liverpool liðinu á sama tíma og það er verið að vökva grasið. Getty/Andrew Powell Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, gæti verið búinn að endurskrifa sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik Liverpool um helgina. Liverpool hefur unnið þrjá fyrstu deildarleikina undir hans stjórn sem voru leikir á móti Ipswich Town (2-0), Brentford (2-0) og Manchester United (3-0). Liðið er því með fullt hús eftir þrjá leiki og hefur enn ekki fengið á sig mark því markatalan er 7-0. Næst á dagskrá er leikur á móti Nottingham Forest á Anfield á morgun. Vinni Liverpool leikinn og heldur markinu líka hreinu þá setur Slot nýtt met. Enginn þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni án þess að fá á sig mark. Aðeins tveir aðrir knattspyrnustjórar hafa byrjað eins vel en það voru Jose Mourinho með Chelsea árið 2004 og Sven-Göran Eriksson með Manchester City árið 2007. Chelsea vann fyrstu fjóra leiki sína undir stjórn Mourinho en sá fjórði vannst 2-1 á móti Southampton. City tapaði 1-0 á móti Arsenal í fjórða leik Eriksson. Slot var heppinn hvað það varðar að byrjun Liverpool á hans fyrsta tímabili var í auðveldari kantinum og hann er heldur betur að nýta sér það. Eftir leikinn við Nottingham Forest tekur síðan við heimaleikur á móti Bournemouth og svo í framhaldinu eru útileikir við Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace. Næsti leikur á móti einu af stóru klúbbunum verður á móti Chelsea á Anfield 20. október eða eftir næsta landsleikjahlé. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Enski boltinn Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Sjá meira
Liverpool hefur unnið þrjá fyrstu deildarleikina undir hans stjórn sem voru leikir á móti Ipswich Town (2-0), Brentford (2-0) og Manchester United (3-0). Liðið er því með fullt hús eftir þrjá leiki og hefur enn ekki fengið á sig mark því markatalan er 7-0. Næst á dagskrá er leikur á móti Nottingham Forest á Anfield á morgun. Vinni Liverpool leikinn og heldur markinu líka hreinu þá setur Slot nýtt met. Enginn þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni án þess að fá á sig mark. Aðeins tveir aðrir knattspyrnustjórar hafa byrjað eins vel en það voru Jose Mourinho með Chelsea árið 2004 og Sven-Göran Eriksson með Manchester City árið 2007. Chelsea vann fyrstu fjóra leiki sína undir stjórn Mourinho en sá fjórði vannst 2-1 á móti Southampton. City tapaði 1-0 á móti Arsenal í fjórða leik Eriksson. Slot var heppinn hvað það varðar að byrjun Liverpool á hans fyrsta tímabili var í auðveldari kantinum og hann er heldur betur að nýta sér það. Eftir leikinn við Nottingham Forest tekur síðan við heimaleikur á móti Bournemouth og svo í framhaldinu eru útileikir við Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace. Næsti leikur á móti einu af stóru klúbbunum verður á móti Chelsea á Anfield 20. október eða eftir næsta landsleikjahlé. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague)
Enski boltinn Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Sjá meira