Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 20:02 Göran Dahlgren var meðal þeirra sem tóku þátt í málþinginu. Vísir/Einar Sérfræðingur segir Íslendinga þurfa hafa varann á hvað varðar einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB segir vanfjármögnun stjórnvalda meðal annars skýra langa biðlista eftir aðgerðum. Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira