Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2024 20:10 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Arnar Halldórsson Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því þverun tveggja fjarða á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit var boðin út í byrjun september í fyrra hafi ekkert stórt útboð verið auglýst hjá Vegagerðinni. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fyrri áfangi í þverun í Gufufjarðar og Djúpafjarðar var síðasta stóra útboðsverk Vegagerðarinnar. Sjálf brúasmíðin er í salti.Egill Aðalsteinsson Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins þann 30. janúar síðastliðinn.Sigurjón Ólason Samtök iðnaðarins segja samdráttinn farinn að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. „Við erum að sjá dæmi, bara til dæmis á Vestfjörðum, þar sem á þriðja tug starfsmanna var sagt upp vegna verkefnastöðu. Og þannig held ég að þetta geti orðið um allt land, ef ekkert verður að gert,“ segir Sigurður Hannesson. Hann segir að verktakar gætu misst fólk sem búi yfir reynslu og þekkingu sem samfélagið þurfi á að halda við að byggja upp innviði landsins. „Og þetta auðvitað gerist á sama tíma og uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er í kringum tvöhundruð milljarða,” segir talsmaður iðnaðarins. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær útboð stórra verka hefjast á ný hjá Vegagerðinni.Arnar Halldórsson Vegamálastjóri hafnaði ósk um viðtal í dag um það hvenær mætti vænta þess að útboð stærri verka hæfust á ný. Sagði aðeins að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. En hefur framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skilning á því hjá ríkinu að það hafi bara ekki fjármuni eða vilji slá á þenslu? „Það eru auðvitað margar leiðir til að slá á þenslu. Við megum ekki gleyma því að ástand vega er víða bágborið, þannig að eftir margra ára skeið þar sem viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi, þá er ekki annað í boði heldur en að fjárfesta og ráðast í úrbætur,“ segir Sigurður Hannesson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um þessa fáheyrðu stöðu í verkútboðum Vegagerðarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 í júnímánuði: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Vinnumarkaður Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því þverun tveggja fjarða á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit var boðin út í byrjun september í fyrra hafi ekkert stórt útboð verið auglýst hjá Vegagerðinni. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fyrri áfangi í þverun í Gufufjarðar og Djúpafjarðar var síðasta stóra útboðsverk Vegagerðarinnar. Sjálf brúasmíðin er í salti.Egill Aðalsteinsson Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins þann 30. janúar síðastliðinn.Sigurjón Ólason Samtök iðnaðarins segja samdráttinn farinn að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. „Við erum að sjá dæmi, bara til dæmis á Vestfjörðum, þar sem á þriðja tug starfsmanna var sagt upp vegna verkefnastöðu. Og þannig held ég að þetta geti orðið um allt land, ef ekkert verður að gert,“ segir Sigurður Hannesson. Hann segir að verktakar gætu misst fólk sem búi yfir reynslu og þekkingu sem samfélagið þurfi á að halda við að byggja upp innviði landsins. „Og þetta auðvitað gerist á sama tíma og uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er í kringum tvöhundruð milljarða,” segir talsmaður iðnaðarins. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær útboð stórra verka hefjast á ný hjá Vegagerðinni.Arnar Halldórsson Vegamálastjóri hafnaði ósk um viðtal í dag um það hvenær mætti vænta þess að útboð stærri verka hæfust á ný. Sagði aðeins að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. En hefur framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skilning á því hjá ríkinu að það hafi bara ekki fjármuni eða vilji slá á þenslu? „Það eru auðvitað margar leiðir til að slá á þenslu. Við megum ekki gleyma því að ástand vega er víða bágborið, þannig að eftir margra ára skeið þar sem viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi, þá er ekki annað í boði heldur en að fjárfesta og ráðast í úrbætur,“ segir Sigurður Hannesson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um þessa fáheyrðu stöðu í verkútboðum Vegagerðarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 í júnímánuði:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Vinnumarkaður Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20