Löng bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu ekki ásættanleg Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 13:44 Íris Dögg Harðardóttir er framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Aðsend Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30