Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Pétur Ernir Svavarsson, píanóleikari, söngvari, leikari - og nú einnig læknanemi. Stöð 2 Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um. Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2. Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2.
Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“