Dúxinn á Ísafirði kom öllum á óvart með að bresta í söng Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 11:21 Pétur Ernir með stoltum foreldrum sínum. Hildur Elísabet Pétursdóttir og Svavar Þór Guðmundsson vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sonurinn ekki bara dúxaði heldur brast í söng við útskriftina. Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“ Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“
Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira