„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 10:03 Jude Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en margir af liðsfélögum hans höfðu unnið hana margoft á síðustu árum. Getty/Alex Livesey Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi. Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira