Kane sá um baráttuglaða Finna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:45 Þessi endaði þó ekki í netinu. Sebastian Frej/Getty Images England lagði Finnland 2-0 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Framherjinn Harry Kane var að leika sinn 100. A-landsleik fyrir England og gerði bæði mörkin, hann er því komin með 68 landsliðsmörk. Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Sjá meira
Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Sjá meira