„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Maradona verður grafinn upp Fótbolti „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Handbolti Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Fótbolti Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Fótbolti Salah setti met í sigri Liverpool Fótbolti Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Körfubolti Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Enski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Aþena með tuttugu stiga sigur í nýliðaslagnum Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar í Sambandsdeildinni og Bónus deild karla hefst Sport Fleiri fréttir Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Maradona verður grafinn upp Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Salah setti met í sigri Liverpool Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk „Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp Snýr aftur heim í KR Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Dæmdi ekki í Meistaradeildinni eftir að hafa hótað að drepa leikmann Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Hættir við að hætta til að mæta Íslandi Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Leikmaður City handtekinn fyrir að stela síma Sakar leikmenn United um leti á æfingum Bann og sekt fyrir að kalla fjórða dómara „litla helvítis kuntu“ Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir áreksturinn við Tchouaméni Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Öruggt hjá Skyttunum Þægilegt í Slóvakíu Á met sem enginn vill Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Maradona verður grafinn upp Fótbolti „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Handbolti Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Fótbolti Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Fótbolti Salah setti met í sigri Liverpool Fótbolti Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Körfubolti Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Enski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Aþena með tuttugu stiga sigur í nýliðaslagnum Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar í Sambandsdeildinni og Bónus deild karla hefst Sport Fleiri fréttir Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Maradona verður grafinn upp Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Salah setti met í sigri Liverpool Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk „Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp Snýr aftur heim í KR Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Dæmdi ekki í Meistaradeildinni eftir að hafa hótað að drepa leikmann Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Hættir við að hætta til að mæta Íslandi Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Leikmaður City handtekinn fyrir að stela síma Sakar leikmenn United um leti á æfingum Bann og sekt fyrir að kalla fjórða dómara „litla helvítis kuntu“ Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir áreksturinn við Tchouaméni Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Öruggt hjá Skyttunum Þægilegt í Slóvakíu Á met sem enginn vill Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka Sjá meira