Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 11:37 Kristrún Frostadóttir var minna en hrifin af nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi fjármálaráðherra kynnti nú í morgun. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. „Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
„Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira